Cobra

Bjór

Cobra

Vöruflokkur:
Bjór
Vörunúmer:
08885
Upprunaland:
Bretland
Umbúðir:
33 cl. fl.
Verð úr vínbúð:
423
kr.

Lýsing vöru:

BRAGÐLÝSING Gullinn. Sætuvottur, mjúkur, lítil beiskja. Mjúkir korntónar, þurrkaðir ávextir, kandís. UNDIRFLOKKUR - PREMIUM LAGER Hér má finna lagerbjóra sem hvað einkenni varðar eru á milli þess að vera standard ljós lager og Pilsner. Premium lagerbjórar hafa oft ögn meiri malt -og humlakarakter. YFIRFLOKKUR - LJÓS LAGER Ljós lager er vinsælasti flokkur bjórs í dag og á rætur sínar að rekja til borgarinnar Pilsen í Tékklandi. Þetta eru undirgerjaðir bjórar og eru eins og nafnið gefur til kynna ljósir eða gullinn á lit og flestar tegundir bragðmildar, þó með undantekningum. Algengast er að vínandastyrkur sé á bilinu 4,5% - 5,6% en þó eru til tegundir sem hafa minni styrkleika eða meiri. Ljósir lager bjórar eiga að vera ferskir og brakandi og bragð einkennist af korninu sem notað er við framleiðslu bjórsins, nokkuð mikilli freyðingu, og fremur lítilli til miðlungs beiskju. Humlar eru notaðir sem mótvægi við sætuna í maltvökvanum.

Einungis er hægt að kaupa óáfengar vörur í vefverslun