Vínsmakk í Napa Valley

Þegar ég var í vínsmakki í Napa Valley fyrir all nokkrum árum síðan, fékk ég að smakka nokkur af allra bestu vínum framleiddum í Bandaríkjunum...

Grein frá okkur

16/11/2020

Vínsmakk í Napa Valley

Þegar ég var í vínsmakki í Napa Valley fyrir all nokkrum árum síðan, fékk  ég að smakka nokkur af allra bestu vínum framleiddum í Bandaríkjunum.

Og var ferðin ógleymanleg vægt til orða tekið.  Þó að við höfum heimsótt fullt af skemmtilegum búgörðum var alltaf eitt vín sem ég var að leita að. Vín sem var farið að hafa gott orð á sér þá í öllum helstu vín blöðum og fékk mikið hrós hjá öllum sem smökkuðu það, Duckhorn Merlot! Þegar ég sá það á vínlista á veitingahúsi í Napa stökk ég á það án þess að hugsa mig tvisvar um! Og viti menn, það stóð undir væntingum, var jafngott og mér var sagt og ég hafði lesið um!

En í ferðinni fékk ég aldrei að smakka bróðurinn Cabernet Sauvignon sem mér fannst leitt enda hefði verið gaman að bera þá saman.

Núna mörgum árum seinna erum við heppin að fá Duckhorn línuna til landsins og ég fékk loksins tækifæri til að smakka Cabernet Sauvignon.

Er þetta jafngott og Merlot vínið fræga? Já, það fer ekki milli mála að þetta vín gefur Merlot ekkert eftir. Þetta er bragðmikið og þungt vín með mikið af skógarberja sultu, papriku, pipar og eikar tón í bragði og lykt.

Og í lokin kemur mikill keimur af kryddi, sólberjum, kaffi og cedrus í eftirbragðinu sem er mjög langt. Jafnvægi er mikið og jafnvægi á milli tanníns og ávaxta gefur til kynna að vínið á langt í land og verður ekki tilbúið fyrr eftir fimm til tíu ár.

Um höfundinn:

Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín  og vín umfjöllin í mörg ár. Á sínum yngri árum tók hann þátt í ýmsir vínþjónakeppnin hérlendis og meðal annars vann fimm sínum og lenti í öðru sæti fimm sínum af tíu keppnum sem hann tók þátt í.

Hér má lesa umfjöllun á Vínsmakkarinn.

Til baka í greinayfirlit.