Tvö hágæða vín sem vekja athygli

„Það er sjaldan sem ég smakka vín og ég segi „holy shit“ eftir fyrsta sopann og þá meina ég í góðri merkingu.“

Grein frá okkur

22/12/2020

Tvö hágæða vín sem vekja athygli

Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín  og vínumfjöllin í mörg ár. Á sínum yngri árum tók hann þátt í ýmsir vínþjónakeppnum hérlendis, sigraði meðal annars fimm sinnum slíkar keppnir auk þess að ná öðru sætinu fimm sinnum sem verður að teljast frábær árangur sé litið til þess að hann tók þátt samtals tíu sinnum.

Vá faktorinn!

„Það er sjaldan sem ég smakka vín og ég segi „holy shit“ eftir fyrsta sopann og þá meina ég í góðri merkingu.“ segir Stefán Guðjónsson vín sérfræðingur hjá Vínasmakkaranum.

Hann er hér að tala um Calera Pinot Noir 2015 sem hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda.

Stefán segir einnig: „Svo kemur sprenging í bragðinu, eik, ristað brauð, trufflur, ljóst súkkulaði, kaffi og kirsuber kemur allt í gegn! Eftirbragðið er mjög tannínríkt og situr vel og lengi í munni. EN ekki gleyma, þetta er Pinot Noir, ekki eitthvert skrímsli og þar af leiðandi silkimjúkt og fínlegt. Þetta er frábært vín og tilvalið með kalkún yfir hátíðarnar!!“

Smelltu til að kaupa Calera Pinoit Noir í Vínbúðinni. (Ath. sérpöntunarvara).

Sérpöntunarvara

Við hjá Föroya Bjór ehf. erum stolt að geta boðið þetta vín í sérpöntun hjá Vínbúðinni. Verðið er aðeins kr. 4.519 sem er ekki mikið fyrir vín í þessum gæðaflokki.

Það er heldur ekki á hverjum degi sem við fáum umfjöllun um fleiri en eina víntegund í sömu greininni en Stefán á vefnum www.smakkarinn.com gerir annað vín frá Duckhorn vínhúsunum að umtalsefni í sömu grein eða Duckhorn Napa Valley Merlot vínið.

Hreint stórkostlegt vín

„Það er ekkert leyndarmál að mér finnst Napa Valley vín standa jafnfætis vínum frá Bordeaux í gæðum og oft mun betri gæði miðað við verð, og einnig lít ég á Duckhorn sem einn af þremur bestu Merlot framleiðendum í Bandaríkjunum. Enda eru vínin sífellt að skora hátt hjá öllum helstu vínsérfræðingum heims", segir Stefán um þessi frábæru vín.

Smelltu hér til að kaupa Duckhorn Napa Valley Merlot í Vínbúðinni.

Vörulínan stækkar

Við höfum að undanförnu verið að prjóna stöðugt við vöruvalið af Duckhorn vínum. Má þar nefna Golderneye Anderson Valley Pinot Noir, Postmark Napa Valley Cabernet Sauvignon og við vorum að fá í hús tvö ný Calera vín úr Pinot Noir þrúgunni. Þetta eru Calera Ryan Pinot Noir og Calera Mills Pinot Noir sem bæði þykja afar góð.

Þessi vín munu birtast á www.vinbudin.is á næstunni og sömuleiðis hér á vefsíðunni okkar.

Gleðileg jól og farsælt nýár.

Til baka í greinayfirlit.