Duckhorn vínin

Duckhorn er mjög athyglisvert vínhús í Napa í Kaliforníu sem er þekkt fyrir gæða vín.

Grein frá okkur

21/11/2018

Duckhorn vínhús í Napa, Kaliforníu.

Duckhorn er mjög athyglisvert vínhús í Napa í Kaliforníu sem er þekktast fyrir rauðvínin sín. Vínhús Duckhorn eru sjö talsins en við erum með vín frá fimm þeirra.

Við hjá Föroyabjór bjóðum fimm tegundir frá þessum framleiðanda.

Duckhorn, Decoy, Canvasback, Paraduxx og Calera.

Three Palms Merlot hefur skotist upp á stjörnuhimininn í vínheiminum en 2014 árgangur þess seldist upp á methraða.  Vínið var valið það besta í sínum flokki á Wine Spectator.

Okkar markmið er að hafa lagerstöðu Duckhorn vína hjá okkur í góðu formi þannig að við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á vönduð og eftirtektarverð vín.

Duckhorn Napa Valley Three Palms Merlot 14,7% - TOPP 10 árið 2017

Til baka í greinayfirlit.