Afmælisár

2019 verður eiginlega ekki kallað annað en afmælisár. Þann 1. mars eru liðin 30 ár frá því að sala bjórs var leyfð á Íslandi.

Grein frá okkur

21/11/2018

Afmælisár.

2019 verður eiginlega ekki kallað annað en afmælisár. Þann 1. mars eru liðin 30 ár frá því að sala bjórs var leyfð á Íslandi. Á þessu ári eru líka 10 ár frá því að Föroya Bjór ehf. hóf starfsemi, en fyrirtækið var stofnað í maí mánuði árið 2009.

Það er vel við hæfi á afmælisári að kynna til sögunnar nýja og endurbætta vefsíðu Föroya Bjórs. Vefsíðan er unnin af Proa vefhönnun á Ásbrú og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Í upphafi snerist starfsemi Föroya Bjórs ehf. einungis um innflutning og sölu á bjór frá Föroya Bjór P/F í Klakksvík í Færeyjum, enda fyrirtækið stofnað af eigendum þess.

Eftir að núverandi eigendur tóku við fyrirtækinu árið 2015 var stefnan hins vegar sett á að auka við vöruvalið og í dag flytjum við inn og seljum við flestar tegundir áfengra drykkja og að auki nokkrar tegundir gosdrykkja.

Þá er óáfengan bjór einnig að finna á okkar vörulista.

Á næstunni munum við enn auka við fjölbreytni í vöruvali og margt spennandi þar á meðal sem við vonum að viðskiptavinir okkar kunni vel að meta.

Til baka í greinayfirlit.